
Rétt ákvörðun að halda kyrru fyrir í Kænugarði
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/02/28/rett_akvordun_ad_halda_kyrru_fyrir_i_kaenugardi/
Nóttin í Kænugarði var mjög róleg miðað við síðustu daga og upplifa íbúar sig nokkuð örugga þar. Misskilningur er að Rússum hafi tekist að umkringja borgina þó svo að þeir sæki að henni úr öllum hornum. Mikill baráttuhugur er í Úkraínumönnum sem ætla sér ekki að gefa eftir einn sentímetra af landi en illa skipulagður og reynslulítill her Rússa hefur ekki náð miklum árangri.