
Íbúarnir héldu út að hreinsa til eftir árásir
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/30/ibuarnir_heldu_ut_ad_hreinsa_til_eftir_arasir/
Íbúar í borginni Karkív tóku sig saman síðustu tvo daga og hreinsuðu upp götur, garða og stræti eftir árásir Rússa á borgina. Mikið er um brak og annað rusl á götum eftir sprengjuárásir sem eyðilagt hafa fjölda húsa í borginni. Borgarbúar létu yfirvofandi árásir þó ekki stöðva sig og héldu í hreinsunarstarfið.