
Rússar dæmdir úr leik og Ísland nær HM
https://www.mbl.is/sport/korfubolti/2022/05/18/russar_daemdir_ur_leik_og_island_naer_hm/
Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, hefur ákveðið að vísa rússneskum landsliðum úr keppnum á vegum sambandsins. Íslenska karlalandsliðið er þar með öruggt um sæti í seinni umferð undankeppni HM 2023 en Ísland og Rússland voru saman í H-riðli.