
Upplýsa ekki hvaða Íslendingar séu á bannlista
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/08/19/upplysa_ekki_hvada_islendingar_seu_a_bannlista/
Rússnesk yfirvöld munu ekki upplýsa hverjir séu á meintum bannlista sínum, þar sem ekki er kveðið á um að birta samsetningu hans í þarlendri löggjöf. Þetta kemur fram í svari upplýsinga- og fjölmiðladeildar rússneska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn blaðamanns.