
Pútín gæti tilkynnt innlimun á föstudag
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/09/27/putin_gaeti_tilkynnt_innlimun_a_fostudag/
Vladimír Pútín forseti Rússlands á að ávarpa báðar deildir rússneska þingsins á föstudaginn næsta. Breska varnarmálaráðuneytið telur að hann gæti notað tækifærið til að tilkynna formlega um innlimun hernuminna héraða í Úkraínu í Rússland.