
Viðurkennir að refsiaðgerðir gætu haft neikvæð áhrif
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/03/29/vidurkennir_ad_refsiadgerdir_gaetu_haft_neikvaed_ah/
Vladimír Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi í dag að refsiaðgerðir annarra þjóða gætu haft neikvæð áhrif á rússneskt samfélag. Hingað til hefur Pútín haldið því fram að Rússland hafi aðlagast nýjum raunveruleika og að refsiaðgerðirnar hafi ekki haft marktæk áhrif á þjóðina.