
Stöndum enn með Úkraínu
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/02/15/stondum_enn_med_ukrainu/
„Stefna Íslands er óbreytt. Framtíð Úkraínu er í NATO, samanber leiðtogayfirlýsingu Atlantshafsbandalagsins síðasta sumar sem var samþykkt af leiðtogum allra bandalagsríkja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands í samtali við Morgunblaðið.