
Fundar með erindreka Trumps
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/02/20/fundar_med_erindreka_trumps/
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti mun í dag funda með erindreka Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í Úkraínu, Keith Kellogg. Fundurinn mun eflaust vekja athygli sökum þeirra ummæla sem Trump hefur látið falla um Selenskí undanfarinn sólarhring.