
Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði - Vísir
https://www.visir.is/g/20222227134d/matvoruverslanir-og-hradbankar-taemdir-i-kaenugardi
Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði í Úkraínu var nokkuð rólegur þegar fréttastofa náði af honum tali á tólfta tímanum. Hann segir íbúa borgarinnar þó mjög kvíðna fyrir komandi dögum og mikil óvissa ríki meðal landsmanna um framhaldið.