
Danir greiða atkvæði um þátttöku í evrópsku varnarsamstarfi - Vísir
https://www.visir.is/g/20222270340d/danir-greida-atkvaedi-um-thatttoku-i-evropsku-varnarsamstarfi
Danir greiða í dag atkvæði um það hvort að ríkið eigi að taka fullan þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsríkja. Ellefu af fjórtán flokkum á danska þinginu eru fylgjandi því að Danmörk hefji þátttöku í samstarfinu af fullum þunga. Sömuleiðis benda skoðanakannanir til þess að almenningur sé nú fylgjandi þátttöku, en talið er að kjörsókn muni ráða miklu um niðurstöðuna.