
Fyrrum fyrirliði Rússa gagnrýnir stríðið í Úkraínu - Vísir
https://www.visir.is/g/20222276301d/fyrrum-fyrirlidi-russa-gagnrynir-stridid-i-ukrainu
Hinn 38 ára gamli Igor Denisov – fyrrverandi fyrirliði rússneska landsliðsins í fótbolta – hefur gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu og lýst stríðinu sem katastrófu. Denisov ákvað að mótmæla stríðinu opinberlega þó hann óttist að vera fangelsaður eða tekinn af lífi fyrir ummæli sín.