
Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu - Vísir
https://www.visir.is/g/20222276708d/althingismenn-einhuga-um-studning-vid-ukrainu
Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023.