
Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara - Vísir
https://www.visir.is/g/20222325885d/fordaema-dronaarasir-russa-a-obreytta-borgara
Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu.