
Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi - Vísir
https://www.visir.is/g/20232378230d/ad-minnsta-kosti-6.000-born-send-i-endurmenntunarbudir-i-russlandi
Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði.