
Rússar sagðir vilja leiða saman hægri og vinstri - Vísir
https://www.visir.is/g/20232405300d/russar-sagdir-vilja-leida-saman-haegri-og-vinstri
Stjórnvöld í Kreml hafa það sem yfirlýst markmið sitt að grafa undan stuðningi í Þýskalandi við málstað Úkraínu með því að leiða saman vinstri og hægri jaðrana í þarlendum stjórnmálum. Flokkar hvor á sínum jaðrinum hafa haldið sameiginlega viðburði gegn stríðinu í Þýskalandi að undanförnu.