
Reyna að umkringja úkraínska hermenn - Vísir
https://www.visir.is/g/20232474643d/reyna-ad-umkringja-ukrainska-hermenn
Rússneskar hersveitir hafa á undanförnum dögum gert umfangsmiklar árásir við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra virðist hafa verið að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í borginni en áhlaupið hefur skilað takmörkuðum árangri hingað til.