
Umfangsmiklar árásir á Úkraínu - Vísir
https://www.visir.is/g/20242546860d/umfangsmiklar-arasir-a-ukrainu
Rafmagnsleysi hefur orðið víða í Úkraínu eftir umfangsmikla árás Rússa á orkuinnviði landsins í nótt og í morgun. Úkraínumenn segja Rússa hafa notað rúmlega sextíu Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran og tæplega níutíu eld- og stýriflaugar.