
Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi - Vísir
https://www.visir.is/g/20242558846d/utsendarar-russa-sakadir-um-skipulagningu-arasa-i-thyskalandi
Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu.