
Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna - Vísir
https://www.visir.is/g/20242578731d/olik-syn-a-hvort-island-eigi-ad-stydja-vorn-ukrainumanna
Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega.