
Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng - Vísir
https://www.visir.is/g/20252681111d/sviar-leggja-hald-a-skip-vegna-skemmda-a-saestreng
Herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins komu í gær að þremur skipum sem fluttu farm frá Rússlandi nálægt stað þar sem enn einn sæstrengurinn fór í sundur á Eystrasalti. Sænskir saksóknarar segja að eitt skipanna hafi verið kyrrsett en öll þrjú skipin eru til rannsóknar.