
„Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ - Vísir
https://www.visir.is/g/20252702090d/-thad-tharf-ad-taka-meira-til-hendinni-en-eg-helt-
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir meira af ófjármögnuðum útgjöldum en hún hafi átt von á. Ríkiskassinn sé ekki tómur en það þurfi að passa afskaplega vel upp á það sem er í honum. Það þurfi að passa að tekjur dugi fyrir útgjöldum og þannig hafi það ekki verið í mörg ár.