
Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku - Vísir
https://www.visir.is/g/20252719555d/lysir-yfir-einhlida-vopnahlei-vegna-sigurhatidar-i-naestu-viku
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist ætla að lýsa yfir einhliða vopnahléi í Úkraínu í þrjá sólarhringa í næstu viku þegar Rússar fagna því að áttatíu ár eru liðin frá sigri á nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Úkraínumenn gefa lítið fyrir yfirlýsingar forsetans.