
Finnar draga sig út úr sáttmála gegn jarðsprengjum - Vísir
https://www.visir.is/g/20252740949d/finnar-draga-sig-ut-ur-sattmala-gegn-jardsprengjum
Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna á finnska þinginu greiddi atkvæði með því að Finnland segi sig frá Ottawa-sáttmálanum sem bannar notkun jarðsprengna. Tilefnið er vaxandi ógn sem Finnar telja stafa af nágrönnum þeirra í Rússlandi.