
Stærsta landið vill meira land
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/06/14/staersta_landid_vill_meira_land/
Einn helsti talsmaður pólskra stjórnvalda í utanríkismálum segir Rússa markvisst reyna að stækka áhrifasvæði sitt. Þróun mála í Hvíta-Rússlandi og Georgíu sé tengd árás rússneskra stjórnvalda á Úkraínu. Rússar hafi ekki tekið boðum um að færast nær lýðræðisþjóðunum eftir fall Sovétríkjanna heldur valið aðra leið. Rússnesk stjórnvöld beiti nú fjölþáttahernaði gegn Póllandi.