
Kallar eftir frekari refsiaðgerðum
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/06/04/kallar_eftir_frekari_refsiadgerdum/
Starfsmannastjóri Volodimírs Selenskí, forseta Úkraínu, kallaði eftir endurnýjuðum refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn Rússum á fundi með Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann óskaði einnig eftir auknum stuðningi Bandaríkjanna við loftvarnir Úkraínu.