
Koma aftur saman eftir sögulegar árásir í Rússlandi - Vísir
https://www.visir.is/g/20252733925d/koma-aftur-saman-eftir-sogulegar-arasir-i-russlandi
Úkraínskir og rússneskir erindrekar munu setjast við samningaborðið í Istanbúl í dag. Er það í kjölfar umfangsmikillar árásar Úkraínumanna á nokkra flugvelli í Rússlandi, þar sem mikilvægar sprengjuflugvélar og eftirlitsvélar eru meðal annars hýstar.