
Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir - Vísir
https://www.visir.is/g/20252730989d/segir-putin-genginn-af-goflunum-og-ihugar-refsiadgerdir
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta „algjörlega genginn af göflunum“ í kjölfar loftárása Rússa á Úkraínu um helgina. Ágengni Pútín muni leiða til falls Rússlands og segist Trump íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússum.