
Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár - Vísir
https://www.visir.is/g/20252726955d/litlar-vaentingar-til-fyrstu-beinu-fridarvidraednanna-i-meira-en-thrju-ar
Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er.