
Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí - Vísir
https://www.visir.is/g/20252725600d/segja-ekki-hvort-putin-aetli-ad-hitta-selenski
Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu.