
Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst - Vísir
https://www.visir.is/g/20252720467d/segja-4.700-kimdata-hafa-fallid-eda-saerst
Leyniþjónusta Suður-Kóreu áætlar að um sex hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafi fallið í átökum við Úkraínumenn. Rúmlega fjögur þúsund eru sagðir hafa særst en heilt yfir er talið að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi sent um fimmtán þúsund dáta til Rússlands.