
Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum von...
https://www.visir.is/g/20252716068d/hafthor-keppir-i-russlandi-audvitad-veldur-thessi-akvordun-akvednum-vonbrigdum-
Utanríkisráðherra segir vonbrigði að kraftlyftingakappinn Hafþór Júlíus Björnsson hafi ákveðið að taka þátt á kraftlyftingamóti í Síberíu í Rússlandi um páskana. Hafþór Júlíus er einn af sjö erlendum keppendum á mótinu sem kallast Siberian Pro og fer fram 19. og 20. apríl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, segir íþróttafólki frjálst að taka þátt í þeim keppnum sem það kýs, en þykir þátttakan umhugsunarverð í ljósi stríðsreksturs Rússa í Úkraínu.