
Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við - Vísir
https://www.visir.is/g/20252701312d/bad-putin-um-ad-hlifa-hermonnum-sem-enginn-kannast-vid
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur.