
Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð - Vísir
https://www.visir.is/g/20252697551d/talsmadur-putins-hrosar-rubio-fyrir-ummaeli-um-leppastrid
Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram.