
Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum - Vísir
https://www.visir.is/g/20252690456d/fullyrdir-ad-adeins-trump-hefdi-getad-komid-a-fridarvidraedum
Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu.