
Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja - Vísir
https://www.visir.is/g/20252688878d/hotar-hertum-adgerdum-neiti-putin-ad-semja
JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, segir að neiti Vladimír Pútin, forseti Rússlands, að semja um frið í Úkraínu og tryggja sjálfstæði Úkraínumanna til lengri tíma, muni Bandaríkin herða refsiaðgerðir og þvinganir gegn Rússlandi. Þá kæmi einnig til greina að senda bandaríska hermenn til Úkraínu.