
„Vildi að þau hefðu getað upplifað þetta“
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/12/10/vildi_ad_thau_hefdu_getad_upplifad_thetta/
Sýrlendingar fagna því almennt að stjórn Bashar al-Assads sé fallin í Sýrlandi, en á sama tíma er sorglegt að allir þeir fjölmörgu sem hafa fallið í baráttunni við stjórnina fái ekki að upplifa nýja landið. Þetta er meðal þess sem Ali Faisal Al Hammadah segir í samtali við mbl.is. Hann hefur búið hér á landi síðustu níu ár og missti 47 fjölskyldumeðlimi í stríðinu.