
Hafa áhyggjur af útnefningu Gabbard
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/11/29/hafa_ahyggjur_af_utnefningu_gabbard/
Umdeildur fundur þingkonunnar fyrrverandi, Tulsi Gabbard, árið 2017 með sýrlenska leiðtoganum Bashar al-Assad og ummæli hennar um innrás Rússa í Úkraínu hafa fengið aukna athygli eftir að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, útnefndi hana sem yfirmann njósnastofnana Bandaríkjanna á erlendri grundu.