
Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu - Vísir
https://www.visir.is/g/20242615597d/eldflaugum-fra-nordur-koreu-skotid-ad-ukrainu
Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna.