
Ráðast inn í Kúrsk til að skapa „hlutlaust svæði“
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/08/18/radast_inn_i_kursk_til_ad_skapa_hlutlaust_svaedi/
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að innrás Úkraínuhers í Kúrsk-hérað í Rússlandi sé til þess að skapa „hlutlaust svæði“ til að verja Úkraínu frá frekari árásum Rússa. Er þetta í fyrsta sinn sem Selenskí upplýsir um tilgang innrásarinnar en hún hefur komið alþjóðasamfélaginu á óvart, ekki síst Rússum.