
Umfangsmiklar njósnir Rússa afhjúpaðar í Noregi
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/05/03/umfangsmiklar_njosnir_russa_afhjupadar_i_noregi/
„Það er enginn hægðarleikur fyrir okkur að finna þá sem standa að þessu. Þeir hverfa í fjöldann, það er jú einmitt þeirra starf,“ segir Torgils Lutro, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar PST í Vestur-Noregi, en hans fólk kveðst hafa flett ofan af yfirgripsmikilli njósnastarfsemi Rússa í Vestland-fylki.