
Rússar náðu yfirráðum í lofti yfir Avdívka - Vísir
https://www.visir.is/g/20242531257d/russar-nadu-yfirradum-i-lofti-yfir-avdivka
Útlit er fyrir að hersveitum Rússa hafi tekist að ná yfirráðum í háloftunum yfir borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022.