
„Ég held enn að mig sé að dreyma“
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/01/29/eg_held_enn_ad_mig_se_ad_dreyma/
Þegar úkraínski tannlæknirinn Iryna Zinenko kom ráðvillt sem flóttamaður til Reykjavíkur úr styrjaldarástandi í heimalandi sínu í öndverðum marsmánuði 2022 og lögregla leiðbeindi henni á Fosshótel í flóttamannahýsingu óraði hana ekki fyrir að tæplega tveimur árum síðar yrði hún fyrst Úkraínumanna til að hljóta leyfi landlæknis til tannlækninga á Íslandi.