
Rússar brjóta á Ísey með skyrgerð
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/01/10/russar_brjota_a_isey_med_skyrgerd/
„Við vorum með samning við félag sem heitir IcePro í Rússlandi um framleiðslu á skyri og þeir fengu þetta fyrirtæki, Lactis, til að framleiða það fyrir sig,“ segir Ómar Geir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri ÍSEY útflutnings ehf. sem hefur veg og vanda af skyri undir merkjum Íseyjar á erlendum mörkuðum.