
„Okkar æðstu yfirmenn stungu okkur í bakið“ - Vísir
https://www.visir.is/g/20232439298d/-okkar-aedstu-yfirmenn-stungu-okkur-i-bakid-
Rússneskur herforingi sem leiddi hermenn í suðurhluta Úkraínu segist hafa verið rekinn fyrir að vekja athygli yfirmanna sinna á slæmu ástandi á víglínunum. Ivan Popov, yfirmaður 58. hers Rússlands, sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann sagði forsvarsmenn hersins hafa stungið hermenn í bakið.