
Erfitt að ná völdum meðan enginn snýst gegn Pútín - Vísir
https://www.visir.is/g/20232431930d/erfitt-ad-na-voldum-medan-enginn-snyst-gegn-putin
Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta öðruvísi svo á en að um valdaránstilraun sé að ræða af hálfu Wagner liða í Rússlandi. Hafa verði í huga að enginn hátt settur samstarfsmaður Pútín hafi enn sem komið er snúist gegn honum og því verði erfitt fyrir Wagner liða að koma á valdaskiptum.