
Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu - Vísir
https://www.visir.is/g/20232425558d/litill-minnihluti-a-althingi-stodvar-studning-vid-tollfrelsi-ukrainu
Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna.