
Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til - Vísir
https://www.visir.is/g/20232415753d/ein-umfangsmesta-arasin-a-kaenugard-hingad-til
Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð.