
Norðurlöndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi - Vísir
https://www.visir.is/g/20232410263d/nordurlondin-heita-studningi-vid-ukrainu-eins-lengi-og-thurfi
Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum.