
Taka lítið mark á yfirlýsingu Rússa um innrás Úkraínumanna - Vísir
https://www.visir.is/g/20232382268d/taka-litid-mark-a-yfirlysingu-russa-um-innras-ukrainumanna
Ríkisstjórn Moldóvu gefur lítið fyrir ásakanir Varnarmálaráðuneytis Rússlands um að Úkraínumenn ætli sér að gera innrás í Transnistríu, hérað í Moldóvu þar sem rússneski herinn er með viðveru. Rússar hafa haldið því fram að úkraínskir hermenn, klæddir eins og Rússar, ætli að sviðsetja einhvers konar ögrun sem Úkraínumenn ætli að nota sem átyllu til innrásar.