
Bjöguð heimsmynd Pútíns - Vísir
https://www.visir.is/g/20232382175d/bjogud-heimsmynd-putins
Í dag er ár liðið frá innrás Vladimírs Pútíns í Úkraínu. Tæplega nítján þúsund almennra borgara hafa fallið.Yfir átta milljón flóttamanna eru á vergangi í Evrópu og heimili margra þeirra eru rústir einar.Breið samstaða Vesturlanda með Úkraínu er aðdáunarverð. Það er brýn nauðsyn að svara neyðarkalli úkraínsku þjóðarinnar. Engu að síður hefur ekki tekist að sannfæra alla um nauðsyn þess.